fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

VG safnar listafólki á framboðslista – Raggi Kjartans býður sig fram í Reykjavík norður

Egill Helgason
Mánudaginn 12. september 2016 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboðslistar Vinstri grænna í Reykjavík voru samþykktir á flokksfundi í kvöld. Þá má sjá í heild sinni á vef VG. Varðandi efstu sætin kemur fátt á óvart, áður höfðu verið sögusagnir um að Kolbeinn Óttarsson Proppé myndi verða nýr maður í öðru sæti listans öðru Reykjavíkurkjördæminum, hann verður í Reykjavík suður, á eftir Svandísi Svavarsdóttur.

Kolbeinn hefur lengi verið viðriðinn VG, hann var kosningastjóri fyrir flokkinn eftir að hann var stofnaður, en síðan hefur hann meðal annars fengist við blaðamennsku, lengst á Fréttablaðinu.

En það eru listamennirnir sem Vinstri græn bjóða upp á listum sínum sem vekja athygli. Þar má fyrstan nefna enga smákanónu, Ragnar Kjartansson, sem er orðinn heimsstjarna í myndlist, í 9. sæti í Reykjavík norður. Og svo er það söngkonan vinsæla, Sigríður Thorlacius, í 19. sæti á sama lista. Hildur Knútsdóttir rithöfundur er í 3. sæti í Reykjavík suður – og gæti væntanlega orðið varaþingmaður.

Þá má nefna gítarleikarann snjalla, Björgvin Gíslason, í 14. sæti í Reykjavík suður, þar er að finna Úlfar Þormóðsson rithöfund í 20. sæti – og áður hefur þess verið getið að Gunnar Þórðarson hefur tekið 8. sætið í Suðurkjördæmi.

 

ragnar-kjartansson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“