fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Versalir Jónasar frá Hriflu – og hin steinsteyptu sveitahús í burstabæjarstíl

Egill Helgason
Föstudaginn 9. september 2016 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er þátturinn af Steinsteypuöldinni síðan í gærkvöldi, þetta er þáttur númer tvö af fimm, hægt er að horfa með því að smella hérna, á vef Rúv.

Eins og sjá má á þessari mynd stöndum við Pétur H. Ármannsson þarna fyrir utan mikla stórbyggingu, Héraðsskólann á Laugarvatni. Hann var reistur 1930 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Eins og fram kom í þættinum var hvatamaðurinn og hugmyndafræðingurinn þarna á bak við hinn feiki athafnasami stjórnmálamaður, Jónas Jónsson frá Hriflu. Stytta af honum stendur í hlíðinni gengt skólanum.

Þeir Guðjón og Jónas voru um tíma hvatamenn þess að steinsteypt hús í burstabæjarstíl yrðu byggð í íslenskum sveitum. Þau reyndust hins vegar fremur óhagkvæm, það var dýrt að kynda þau og plássið nýttist illa. Laugarvatnsskólinn er stærsta húsið í þessum stíl en líka endastöð þessarar hugmyndar.

Við göntuðumst með það í þættinum við Pétur H. Ármannsson að þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar var mynduð skrifuðu þeir undir stjórnarsáttmálann Framsóknarmaðurinn og Sjálfstæðismaðurinn í þessu húsi. Þeir komu þarna askvaðandi einn dag um helgi. En það er ekki alveg víst að Bjarni hafi gert sér grein fyrir samhenginu. Héraðsskólinn á Laugarvatni er nokkurs konar háborg framsóknarmennskunnar – Pétur sagði að staðurinn hefði einhvern tíma verið kallaður Versalir Jónasar frá Hriflu.

Eins og kom fram í þættinum veðjuðu andstæðingar Jónasar úr Sjálfstæðisflokknum á annan stíl. Ólafur Thors fékk arkitektinn Sigurð Guðmundsson til að teikna fyrir sig fúnkíshús í Garðastræti, mjög nútímalegt. Eftir það breiddist fúnkís út meðal góðborgara í Reykjavík sem kusu Sjálfstæðisflokkinn – þarna voru andstæður.

 

Screen Shot 2016-09-09 at 07.30.47

 

1930 var ár gríðarlegra framkvæmda. Hið nýfrjálsa ríki þurfti að byggja alls kyns hús – það var lagður metnaður í að þau væru flott, reisuleg og virðuleg. Þó var þjóðin fátækari en hún er nú.

Eitt af því sem við nefndum var að þessi hús væru að mörgu leyti vandaðri og glæsilegri en það sem síðar kom. Hér má til dæmis sjá innganginn að Landspítalanum, yfir honum er blær virðingar og festu, þarna er vandað til alls, húsið er eftir Guðjón Samúelsson en efst er lágmynd eftir Guðmund frá Miðdal. Líkt og Pétur sagði, berum þetta saman við aðkomuna að slysadeildinni í dag.

 

Screen Shot 2016-09-09 at 08.01.41

 

Um þetta og fleira í sögu byggingalistar og skipulags á árunum í kringum 1930  fjölluðum við semsagt í þætti gærkvöldsins sem má horfa á hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“