fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Steinsteypuöldin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er komið að því að þessi þáttaröð verði sýnd. Hún er samvinnuverkefni mitt, Péturs H. Ármannssonar og Ragnheiðar Thorsteinsson. Pétur er manna fróðastur um byggingasögu á Íslandi, Ragnheiður flestum fremri í að framreiða myndefni í sjónvarpi.

Steinsteypuöldin er fimm þættir. Við veljum ártöl á tuttugustu öldinni og rekjum sögu arkitektúrs og skipulags í gengum þau eða árin þar í kring.

Hið fyrsta er 1915, ár Reykjavíkurbrunans mikla, þegar menn hættu mestanpart að byggja úr timbri og öld steinsteypunnar gekk í garð.

Næst er það 1930, þegar Ísland var orðið fullvalda, Guðjón Samúelsson teiknaði stórhýsi og leitaði að þjóðlegum byggingastíl. En módernisminn er þá líka farinn að láta á sér kræla.

1945 er árið þegar stríðinu lýkur, borgin var að þenjast út fyrir Hringbrautina, það var mikill húsnæðisvandi og fyrstu blokkirnar voru byggðar. Kirkjur sem voru í byggingu á þessum tíma ollu deilum.

1960 er tíminn þegar fagurfræði módernismans verður mjög ríkjandi, frá þessu skeiði eru til dæmis hús sem Sigvaldi Thordarson teiknaði. Þarna gerðu menn ráð fyrir að mestallur gamli bærinn yrði rifinn og lagðar stórar bílabrautir þar í gegn.

1975 eru menn að byggja upp í Breiðholti. Fyrst rís Neðra-Breiðholt, svo Efra-Breiðholt, loks Seljahverfið. Þessi hverfi eru ólík. En það er líka á þessum tíma að baráttan fyrir húsvernd er að hefjast, fyrst við Bernhöftstorfuna.

Fyrsti þáttur Steinsteypualdarinnar er á dagskrá fimmtudagskvöldið 1. september klukkan 20.10.

 

Steinsteipuoldin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu