fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Endurómur frá Sovéttímanum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. ágúst 2016 23:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða fréttamiðlunar í Rússlandi og frá því landi verður æ skrítnari, svo farið er að minna á gömlu tímana þegar TASS og Novosti sáu um fréttaflutninginn.

Ein fréttagáttin sem er haldið úti frá Rússlandi er Sputnik. Hún heyrir ríkisfréttaveitu sem nefnist Rossiya Segodnya. Sputnik flytur heimsfréttir og túlkar þær á sinn hátt, en markhópurinn er alþjóðlegur.

Merkilegt nokk sér maður stundum að fólk er að deila fréttum frá þessum miðli á samskiptasíðum – og ekki bara í gríni.

Á vef Sputnik má lesa „fréttaskýringu“ sem birtist fyrir fáum dögum. Þar segir í fyrirsögn: Bandarísk herstöð rekur naglann í kistu íslensks hlutleysis.

Upphaf greinarinnar virðist reyndar vera þýskt vefrit. Ísland er sagt vera leppríki Nató – það hafi kannski ekki verið við því að búast að Íslendingar styddu stefnu Rússa (sem er harla góð samkvæmt greininni), en þeir hefðu þó getað staðið vörð um hlutleysi sitt.

Það er vart hægt að segja að skilaboðin sem felast í þessari grein frá hinni opinberu fréttaveitu séu sérlega vinsamleg.

Ísland hefur reyndar verið aðili að Nató síðan 1949 – er eitt af stofnríkjunum. Á þeirri sögu eru ýmsir furðulegir fletir sem má rifja upp. Blaðamenn af minni kynslóð og eldri muna til dæmis vel eftir útsendurum rússnesku fréttastofanna sem höfðu hér aðsetur og voru sífellt að reyna að komast í kynni við íslenska blaðamenn með alls konar sleikjugangi.

Ég man til dæmis eftir því að hafa setið, nýgræðingur í blaðamennsku, á skrifstofu við Laugaveg með rússneskum „kollega“ sem var að reyna að hella ofan í mig vodka. Þetta var síðdegis á virkum degi og ég ekki alveg í stuði. En Sovétmaðurinn hellti ákaft í glös og vildi að við læstum höndum saman og drykkjum þannig í mjög nánu líkamlegu sambandi.

Samskipti Íslands og Sovétríkjanna voru líka meiri en tíðkaðist með flestar vestrænar þjóðir. Við seldum Sovétmönnum fisk sem enginn annar vildi kaupa, brimsalta síld, nefndir frá Íslandi dvöldu í Moskvu árið út og inn til að passa upp á þessi viðskipti. Með í kaupunum fylgdu líka ullarvörur sem stakk ákaflega og kitlaði undan. Sovétviðskiptin tryggðu að hér þurfti ekki að stunda neina vöruþróun.

Á móti keyptum við olíu frá Sovétríkjunum og hún var seld hér á bensínstöðvum undir merkjum alþjóðlegra kapítalískra fyrirtækja, Shell, Esso og BP. Hver einasti dropi kom þó að austan. Að auki óku Íslendingar um á sovéskum bílum sem sáust vart á götum annarra vestrænna ríkja – það var ekki fyrr en ég kom til Grikklands að ég sá líka Lödur og Moskvich.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið