fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Uppgangur hins popúlíska og þjóðernissinnaða hægris í Evrópu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. maí 2016 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York Times birtir athyglisverða samantekt um ris pópúliskra flokka á hægri væng í Evrópu. Þarna eru flokkar sem vissulega eru misjafnir að gerð, sumir eru einfaldlega mjög þjóðernissinnaðir, aðrir slá út í að vera ný-fasískir.

Uppgangur þeirra nú um stundir er einna mestur í fyrrum ríkjum kommúnistablokkarinnar, Póllandi og Ungverjalandi, en líka í hinu geysilega vel megandi Austurríki. Flokkar af þessu tagi hafa einnig sótt fram á Norðurlöndunum, en það er athyglisvert að þeim verður lítið ágengt á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Ítalir fengu kannski nóg með sinn Berlusconi og óstjórn hans um langt árabil, en á Spáni og Portúgal lifa enn minningar um fasistastjórnir sem þar sátu fram á áttunda áratug síðustu aldar.

Grafið sem birtist í New York Times byggir á kosningaúrslitum í tuttugu löndum. Stóra yfirlitsmyndin lítur svona út, en nánari útfærslu má sjá í greininni sjálfri.

 

Screen Shot 2016-05-25 at 22.21.52

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“