fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Ósamhljóða netkannanir Hringbrautar og Útvarps Sögu

Egill Helgason
Mánudaginn 25. apríl 2016 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svonefndar netkannanir sem sumir fjölmiðlar standa fyrir eru mjög skemmtilegar – svona á sinn hátt.

Á vef Hringbrautar er kynnt með pompi og prakt svona könnun þar sem niðurstaðan er sú, að minnsta kosti enn sem komið er, að Guðni Th. Jóhannesson sé tvöfalt vinsælli en Ólafur Ragnar Grímsson. Segir að þetta séu áhugaverðar niðurstöður.

 

Screen Shot 2016-04-25 at 16.32.50

Screen Shot 2016-04-25 at 16.27.45

 

Á vef Útvarps Sögu er hins vegar könnun þar sem er einfaldlega spurt hvort þátttakendur vilji að Guðni Th. Jóhannesson bjóði sig fram til forseta.

Óhætt er að segja að niðurstaðan sé allt öðruvísi en á Hringbraut, að minnsta kosti enn sem komið er, því auðvitað er hægaleikur fyrir aðdáendur Guðna eða andstæðinga að hrúgast þarna inn og fikta í niðurstöðunum, líkt og er líka hægt að gera við Hringbrautarkönnunina.

 

13063155_10153997766789404_7776570943393560791_o

Það væri auðvitað hægt að komast að enn einni niðurstöðunni með því að hræra saman netkönnunum Hringbrautar og Útvarps Sögu.

En þeir sem láta sig forsetakosningarnar einhverju varða hljóta að bíða eftir alvöru skoðanakönnunum. Fyrirtækjunum sem framkvæma slíkar kannanir er reyndar nokkur vandi á höndum, á bara að spyrja um þá sem þegar hafa boðið sig fram eða á líka að hafa þá með sem eru að hugsa málið.

Því það sem flestir eru að ræða þessa dagana er hvort Guðni Th. eigi séns á að fella Ólaf Ragnar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Í gær

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus