fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Ef Sigmundur segir af sér – kosningar eða uppstokkun í ríkisstjórn?

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. apríl 2016 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að mjög syrtir í álinn fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson eftir alþjóðlega birtingu Panamaskjalanna. Viðbrögð hans og sveitarinnar í kringum hann síðustu vikurnar virka ankanaleg – þetta þykir stórfrétt í virtum fjölmiðlum úti í heimi og þá er sú málsvörn að um herferð Ríkisútvarpsins sé að ræða auðvitað fallin. Spuninn hefur ekki gengið upp og að sumu leyti gert málið verra.

Ríkisútvarpið stjórnar ekki sænska og danska sjónvarpinu, ekki Guardian, BBC eða Süddeutsche Zeitung.

Möguleikinn á að Sigmundur Davíð segi af sér virkar býsna nálægur. Það verða mótmæli á Austurvelli og stjórnarandstaðan heimtar líklega kosningar. Slíkt getur náttúrlega haft þau áhrif að þétta raðir stjórnarinnar, en þar ríkir þó greinilega ákveðin upplausn.

Ef kæmi til kosninga eru Píratar sjálfsagt nokkuð reiðubúnir – þeir myndu stefna í stóran sigur. Hinir stjórnarandstöðuflokkarnir eru hins vegar algjörlega vanbúnir undir kosningar.

Það eru þó til aðrir möguleikar en að rjúfa þing og kjósa. Stjórnarflokkarnir hafa góðan meirhluta á þingi og geta haldið áfram að vinna sama þótt Sigmundur Davíð sé ekki forsætisráðherra. Það er hægt að stokka upp ríkisstjórnina – stjórnarliðar geta vart annað en íhugað það.

Auðvitað hjálpar ekki að Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal séu viðriðin aflandsmál – þótt þau séu smávægilegri en í tilfelli Sigmundar Davíðs er staða þeirra veik. Það minnkar aðeins möguleikana á að þessi leið sé fær.

En það er semsagt spurning hvort einhver myndi geta tekið við af Sigmundi sem forsætisráðherra? Kemur einhver úr Framsóknarflokknum til greina – eða er væri möguleiki að flokkarnir hefur skipti, að Sjálfstæðismaður taki við forsætisráðuneytinu?

Það er að segja ef til þess kemur að Sigmundur segi af sér. Hann virðist samt líklegur til að reyna að sitja áfram, en eins og stendur er er alls ekki víst að það takist. Eitt er altént víst,  Framsóknarmenn, að minnsta kosti þeir sem sitja á þingi, eru afskaplega trúir foringja sínum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?