Menn eru að hafa áhyggjur af 60 sekúndna auglýsingatíma í áramótaskaupinu.
Ég myndi hafa meiri áhyggjur af því hvernig skaupið hefur eyðilagt áramótapartí á Íslandi í fjörutíu ár.
Það er rosalegur antíklímax að horfa á sjónvarpið rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld.
Svo byrjar sama tuðið ár eftir ár: Hvernig fannst þér skaupið?
Þessi lína er nú ekki alltaf upphaf að skemmtilegum samræðum.
Ég get allavega hugsað mér betri aðferð til að halda upp á áramót. Skaupið er frá þeim tíma þegar var ekkert fyndið efni í sjónvarpi á Íslandi; nú opnar maður varla sjónvarp án þess að einhver sé að reyna að vera fyndinn.
Með fullri virðingu fyrir Áramótaskaupinu sem ég viss um að verður fínt þetta árið – og auglýsingasekúndurnar sextíu eru ágætis hlé til að pissa.
Mætti eiginlega vera lengra.