fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Skífan og Starbucks

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. desember 2007 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skífan er hreint ótrúlega léleg búð. Vöruúrvalið þar er svo slæmt að það er nánast ólýsanlegt. Fyrir nokkrum árum tóku eigendur Skífubúðanna sig til og ráku flestallt starfsfólk sem hafði eitthvað vit á tónlist. Sumt af þessu fólki hafið starfað í búðunum um árabil og myndað tengsl við viðskiptavinina.

Ég man sérstaklega eftir Grétari sem vann í Skífunni á Laugavegi. Hann hefur smitandi áhuga á tónlist; það kom oft fyrir að ég gekk út úr búðinni með geisladiska með tónlist sem hafði aldrei heyrt minnst á fyrr.

Á þeim tíma var hægt að kaupa klassíska tónlist í Skífunni, djass, alls konar gamalt rokk – nú er ekkert eftir nema einhver reytingur af titlum. Það var ekki einu sinni almennilegt úrval af jólaplötum þegar ég kom í Skífuna um daginn.

Í morgun les ég að eigendur Skífunnar hafi áhuga á að koma upp Starbucks á Íslandi.

En ættu þeir ekki fyrst að reyna að koma Skífubúðunum á réttan kjöl?

Fyrir utan að hér á Íslandi höfum við þjóðlegar kaffikeðjur sem nefnast Kaffitár og Te & Kaffi.

Þær gefa Starbucks nákvæmlega ekkert eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum
Skífan og Starbucks

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef