Hví er það í umræðum síðustu daga um kristni í skólum að maður heyrir fólk aðeins verja kristnina á þeim forsendum að hún sé góð til síns brúks – að kristið siðferði hafi dugað okkur vel?
En sama og enginn heldur því fram að við eigum að halda kristninni á lofti vegna þess að hún sé sannleikurinn.
Er það kannski vegna þess að kirkjan sjálf trúir því ekki lengur?
Þetta snýst orðið meira um almennt velsæmi en bókstaf trúarinnar. Sem er kannski ágætt.
En óneitanlega nokkurt undanhald.