fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Forn tófubein

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. desember 2007 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

refur3_000.jpg

Við ættum að bera virðingu fyrir því merka dýri tófunni. Nú hafa fundist 3500 ára gömul tófubein á Ströndum. Þegar landnámsmenn koma hingað í kringum 870 er þetta eina spendýrið á Íslandi. Svo er náttúran fátækleg hér. Mýs berast hingað með mönnum á landnámsöld, rotta verður ekki vart hér fyrr en á nítjándu og tuttugustu öld.

Hér var enginn nema rebbi, fuglinn fljúgandi og fiskur í vötnum.

Hreindýr voru flutt hingað á átjándu öld, minkurinn breiddist út eftir misheppnaða tilraun til loðdýraeldis árið 1931 og seint á síðustu öld fór að vera eitthvað um villtar kanínur á stöku stað.

Þá er það upptalið fyrir utan húsdýrin: sauðfé, kýr, hesta, hunda, ketti, svín og svolítið af geitum.

Refurinn hefur líklega komið hingað með ísaldarjöklinum en einnig er talið að þeir gætu hafi borist hingað með rekís frá Grænlandi. Hann hefur verið þjóðinni hugleikinn í gegnum aldirnar eins og sjá má á því hvað hann á mörg og mögnuð heiti: tófa, skolli, melrakki, lágfóta, refur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum
Forn tófubein

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef