fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Með morgunkaffinu

Egill Helgason
Laugardaginn 15. desember 2007 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið getur á stundum verið endalaus uppspretta hugsvölunar – sem Fréttablaðið er til dæmis sjaldnast. Næstum á hverjum degi er eitthvað sem yljar manni í Mogganum. Í dag er það hið stóra bál sem logar á ritstjórninni vegna ríkisstjórnarinnar. Stjórnmálaskríbentum blaðsins er vægast sagt í nöp við stjórnina – og þá ekki síst Ingibjörgu Sólrúnu. Hún og hennar fólk framkalla ofnæmisviðbrögð í hverjum Staksteinapistlinum eftir öðrum – í dag er það vegna einhverra orða sem ráðuneytisfólk lét falla um framboðið til Öryggisráðsins.

Mestur fengur er þó að leiðaranum í dag. Þar er staðhæft að ríkisstjórnin sé ótrúlega slöpp og sérstaklega sé ekkert varið í ráðherra Samfylkingarinnar. Ekki bæti úr skák að innan Samfylkingarinnar megi finna „vaxandi hroka gagnvart Sjálfstæðisflokknum“.

Niðurstaða leiðarans er sú að tvennt þurfi að gerast: Vinstri grænir þurfi að slíta meirihlutanum sem situr í Reykjavík og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn.

Og í framhaldi af því eigi að mynda nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Telur Morgunblaðið að þessi hugmynd eigi fylgi bæði meðal áhrifamanna í Sjálfstæðisflokki og VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum
Með morgunkaffinu

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef