fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Þjóðkirkjan er búin að vera

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. desember 2007 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska leiðin hvað varðar trúarbrögð er best, algjör aðskilnaður hins veraldlega og andlega valds, sekúlarísasjón – að þetta séu aðskilin svið tilverunnar. Það þýðir að þjóðkirkjan verður að sigla sinn sjó – aðskilnaðurinn við ríkið væri líka hollur fyrir hana – ef ekki fyrir pyngjuna, þá fyrir kenninguna.

Það er hálf raunalegt að sjá klerkana hrekjast um undan alls konar „hatrömmum“ smáhópum. Ef þeir væru ekki hluti af ríkinu gætu þeir kannski svarað fullum hálsi.

Um leið þarf að viðurkenna að trúarbrögðin eigi ekkert erindi inn í skólana. Kirkjan verður að fara annað til að fiska eftir sunnudagaskóla- og fermingarbörnum.

Það er ekki þar með sagt að ekki eigi að vera fræðsla í trú – með afgerandi aðaláherslu á kristnina. Biblían er hluti af menningararfi okkar sem Kóraninn og Vedaritin eru ekki. Við erum ólæs á menningu okkar nema við kunnum skil á boðorðunum og kenningum Krists.

Trúartákn eiga ekki að vera í skólum. Og við eigum endilega að hafa svínakjöt á boðstólum þar. Bara sem mest af pylsum og skinku.

Þetta segi ég þrátt fyrir að ég telji mig aðhyllast kristna lífssýn. Ég álít líka að mín kristnu gildi séu betri en þau sem tíðkast í öðrum trúarbrögðum – annars væri lítið varið í þau. En í því lýðræðissamfélagi sem við búum í eru engin almennileg rök fyrir því að kirkjan eigi að vera partur af ríkinu eða skólunum.

Ég var að reyna að finna þau af því ég er dálítið íhald og langaði að sumu leyti að komast að annarri niðurstöðu en ég geri í þessum pistli. En ég fann bara voða fátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar