Þarna hittir Ásta Möller naglann á höfuðið:
„Ásta sagði hins vegar ljóst, að nauðsynlegt væri að endurskoða rekstur heilsugæslunnar í Reykjavík sem væri of miðstýrð. Sagðist Ásta telja, að það hefðu verið mistök að sameina stjórn heilsugæslustöðvanna í Reykjavík undir einn hatt eins og gert hafi verið undir stjórn Framsóknarflokksins í heilbrigðisráðuneytinu.“
Má geta þess í framhaldi að tveir af æðstu mönnum í heilsugæslunni eru vildarvinir úr Framsóknarflokknum, Guðmundur Einarsson forstjóri og Helgi S. Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.