Ef það er eitthvað sem ég hef aldrei kunnað í lífinu þá er það að spila með liði.
Þegar til dæmis er farið að spyrða mig saman við æsta andstæðinga femínista – ja, þá vil ég ekki vera með.
Þá er allt í lagi að svissa smá yfir í bleika litinn. En það þýðir heldur ekki að maður sé orðinn ákafur femínisti. Almennt á maður líka að bera virðingu fyrir skoðunum annarra.
Þáttur eins og Silfur Egils á líka að vera þjóðbraut þar sem ólíkar raddir í samfélaginu fá að hljóma.