Heyrði álengdar að einhver var að syngja dægurlagið sígilda You’ve Lost that Loving Feeling í jólabúningi.
Hugsaði með mér að nú hefði smekkleysið um jólin náð nýjum lægðum.
Sá fyrsti sem mér datt í hug var Eyvi. Að hann stæði fyrir þessu.
Svo kom í ljós að þetta var Baggalútur með stórri hljómsveit. Ég hafði Eyva fyrir rangri sök.
En er þetta eitthvað skárra fyrir það?