fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Skotastúkan

Egill Helgason
Laugardaginn 8. desember 2007 05:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

0705.jpg

Þessi mynd birtist á vef National Geographic. Samkvæmt myndatexta eignaðist blaðið myndina 1943 en hún er tekin 1940. Segir að hún sýni karlmenn sem fylgjast með breskum fótboltamönnum æfa sig á íþróttavelli á Íslandi.

Staðurinn er greinilega gamli Melavöllurinn með bárujárnsgirðingunni í kring. Ég er alinn upp þar í grendinni; við strákarnir í Vesturbænum kunnum ýmsar leiðir til að svindla okkur þangað inn. Stundum klifraði maður yfir girðinguna, stundum skreið maður undir hana, stundum nuðaði maður í vörðunum þangað til þeir hleyptu manni inn.

Þetta voru frekar skrautlegir karlar – auðvitað með kaskeiti.

Maður man líka eftir vallargestum sem stóðu upp á bílþökum utan girðingar – eða reiðhjólum eins og í þessu tilviki. Seinna var farið að kalla þetta „skotastúku“ – líkast til er það tilvísun í meinta aðhaldssemi nágrannaþjóðar okkar í peningamálum.

En myndin er frábær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar