fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Léleg heilsugæsla

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. desember 2007 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf ekki Austfirðinga til.

Heilsugæslan í Reykjavík er ekki góð. Þúsundir borgarbúa hafa engan heimilislækni og komast seint eða illa í viðtöl á heilsugæslustöðvum. Þar þurfa þeir að sæta lagi að fá tíma hjá lækni – sjaldnast þeim sama – og eru svo afgreiddir líkt og á færibandi. Álagið hefur aukist mjög vegna fjölda innflytjenda sem þurfa líka sína læknisþjónustu.

Þeir sem veikjast utan hefðbundins vinnutíma þurfa að leita á læknavakt í Smáranum þar sem oft er löng bið og sama færibandaþjónustan í boði. Þeir sem slasast fara á Slysavarðsstofuna þar sem ægir öllu saman: Slösuðum börnum innan um drykkjufólk og fíkniefnaneytendur.

Þeir sem þurfa að komast til sérfræðinga neyðast oft til að bíða mánuðum saman. Jafnvel hátt í ár þegar ásetnustu sérfræðingarnir eiga í hlut.

Það þarf enginn að segja mér að þetta kerfi sé að virka. Þegar komið er inn á spítalana er þjónustan sjálfsagt nokkuð góð, en í hinni almennu heilsugæslu þarf verulega að taka til hendinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?