Nú er maður allur kominn í bókhaldið. Hér er listi yfir konur sem hafa komið í þáttinn hjá mér nú fyrri part vetrar.
Mér telst til að konur af Alþingi hafi komið níu sinnum í þáttinn, en þingkarlar tólf sinnum.
Á þingi sitja nú tuttugu konur en fjörutíu og þrír karlmenn.
Það er semsagt mun líklegra að kona á þingi komist í Silfur Egils en karl á þingi.
Hjá mér hafa verið fjórir ráðherrar, tveir karlar og tvær konur. En það eru átta karlar í ríkisstjórninni og einungis fjórar konur.
En hér er semsagt listinn. Það hefur ekki beinlínis verið neinn skortur á aðsópsmiklum konum.
Álfheiður Ingadóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfinna Bjarnadóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Katrín Jakobsdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir
Valgerður Sverrisdóttir (tvívegis)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Og svo þær sem eru ekki á þingi:
Svandís Svavarsdóttir
Svanfríður Jónasdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Margrét Pála Ólafsdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Agnes Bragadóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Oddný Sturludóttir
Sigríður Á. Andersen
Tek svo fram að ég á von á Drífu Snædal, Katrínu Önnu Guðmundsdóttur og Sóleyju Tómasdóttur í næsta þátt.
Og finnst bara frábært að þær skuli koma. Ég sé ekki betur en svona þáttur græði á því að sem flestar raddir heyrist í honum. Hefur alltaf verið svo.