fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Nýir tímar?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. desember 2007 23:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

big-tulitlirmillastrkarjpg1.jpg

Maður skyldi vara sig á því að ætla að nýir tímar séu runnir upp í íslensku viðskipalífi þótt hlutabréfin hrynji og Hannes falli.

Venjulegt fólk skilur ekki gjörninginn þegar Baugur kemur með húseignasafn sitt inn í FL Group. Það er bara verið að færa pappíra úr einni skúffu í aðra. Það hafa þessir menn verið að gera undanfarin ár. Og allt er veðsett í botn.

Þeir hafa lifað óstjórnlega hátt á fyrirtækjum sínum, tekið ógnar mikið fé út úr þeim. Þeir komast upp með þetta vegna þess að þeir eru með vini sína í stjórnum – eru í raun að sífellt að semja við sjálfa sig.

Eins og sást í FL-Group entust ótengdir aðilar mjög stutt í stjórn. Þeim blöskraði – og fóru. Í staðinn komu strákarnir úr klíkunni. Nýr forstjóri fyrirtækisins er þessi manngerð. Jámaður.

Mun eitthvað breytast?

Horfum við brátt aftur til þeirra tíma að græðgin ein réð ferð og segjum, já úff, þetta var svona. Asnalegir tímar.

Því það eru til aðrar ástæður til að vera í viðskiptum en græðgi. Flest förum við í vinnuna á morgnana án þess að eiga von á ofsagróða.

Eitt sinn – í gamla daga – voru til fyrirtæki sem voru rekin með öðrum markmiðum en að gera eigendur sína að auðkýfingum.

Þetta kann þó að vera misminni.

Nú er kunngjörður starfslokasamningur við Hannes. 60 milljónir. Það er náttúrlega bara grín ef horft er á rekstrartölur FL–Group. Miðað við þær er þetta varla nema svona mánaðar eyðsla. Í september birtist frétt um að Hannes og Jón Ásgeir hefðu fengið sér Bugatti sem kostar 65 milljónir króna.

Á sama tíma fréttir maður að einn af vinunum, ekki einn stórlaxinn, heldur einn þeirra sem fá að vera með gegn því að þeir greiði atkvæði rétt á stjórnarfundum, hafi keypt sér íbúð fyrir 700 milljónir í London. Látið innrétta hana fyrir 150 milljónir.

Flýgur svo væntanlega þangað á einkaþotunni.

*Teikningin er eftir Halldór Baldursson og birtist í Viðskiptablaðinu í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?