fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Varnarþörfin

Egill Helgason
Mánudaginn 3. desember 2007 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að yfirleitt setur að mér óstjórnlegan leiða þegar rætt er um varnarmál. Þess vegna er ég feginn að ég sit ekki í þessari nefnd. Manni getur ekki þótt allt í pólitíkinni skemmtilegt.

Nefndin á að funda fram á næsta haust. En um hvað?

Jú, hún á að meta varnarþörfina. Ógnarmat heitir það öðru nafni.

Sovétríkin ógnuðu eitt sinn öryggi Vesturlanda. Þá var herstöð á Íslandi. Svo hrundi Sovétið. Bandaríkjamenn töldu ekki þörf á að hafa herstöðina lengur.

Þegar sú hætta er liðin hjá er ekkert erlent ríki sem ógnar Íslandi. Ekki Grænland, ekki Noregur, ekki Færeyjar – né heldur Íran.

Það er hugsanlegt að hryðjuverkamenn geri árás á Íslandi. En það er afar afar ólíklegt.

Annað hvort gerist það eða gerist ekki. En ef við viljum vera hundrað prósent örugg gagnvart slíku er gott að hafa eftirlit með landamærum ríkisins.

Skip gætu álpast inn í íslensku lögsöguna og reynt að veiða þar. Það kallast landhelgisbrot.

Það er hugsanlegt að olía leki úr skipi við Ísland. Í versta falli gæti kjarnorkukafbátur farist í norðurhöfum.

Það getur komið eldgos á Reykjanesskaga. Það getur komið Suðurlandsskjálfti. Golfstraumurinn gæti lagt niður störf.

Það gæti dottið loftsteinn á landið.

Og það gæti komið innrás utan úr geimnum.

Er ég að gleyma einhverju?

Jú, það lítur út fyrir að erlendir fíkniefnasalar séu farnir að starfa á Íslandi. En það er mál fyrir lögregluna, sem og ef koma upp dæmi um mansal.

Er nokkuð verið að flækja málin að óþörfu? Svona eftir mottóinu – aðrar þjóðir hafa varnarþörf, þá hljótum við að hafa varnarþörf líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?