Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju klassísk tónlist telst ekki vera sjónvarpsefni hér á landi?
Horfði áðan á norska píanistann Leif Ove Andsnes leika píanókonsert eftir Grieg. Þetta var í norska sjónvarpinu.
Sat eins og bergnuminn. Flutningurinn var stórkoslegur – eins og besta spennumynd.
Andnes er reyndar einn besti píanisti sem nú er uppi, laus við sýndarmennsku, en snilldartúlkandi.