Sagan af Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur er með bestu bókarkápuna þetta árið samkvæmt niðurstöðum kosningar sem fór fram á Mbl.is. Hönnuður kápunnar er Svavar Pétur Eysteinsson en JPV gefur bókina út.
Á það var bent í þættinum að stafirnir B og B mynda bragga á kápunni – en bókin fjallar meðal annars um uppvöxt í braggahverfi.