Andrés Magnússon skrifaði merka grein um FL-Group á vef sinn í gær. Einhvern veginn saknar maður þess sárlega að fjölmiðlarnir skuli ekki flytja almennilegar skýringar á því hvað er á seyði á hlutabréfamarkaðnum hér.
Og nú er Baugur semsagt að taka yfir FL-Group – eða það segir Morgunblaðið. Áhrif Hannesar Smárasonar minnka, Jón Ásgeir tekur yfir – hann hefur raunar verið stjórnarformaður FL.
Annars eru í stjórninni the usual suspects.
Mér barst eftirfarandi innlegg inn í umræðuna um FL-Group. Það sem kemur fram í bréfinu er allavega umhugsunarefni.
„Pistill tinn tar sem tu gerdir lett grin at greiningardeildum um gengi brefa var asskoti godur.
FL group sem hefur verid mikid i umraedunni er med 41 stodugildi worldwide.
Teir lista i arsreikningi sinum fyrir arid 2006 rekstrarkostnad undir lidnum „operating costs“ ansi skemmtilega tolu.
41 starfsmadur. Rekstrarkostnadur 2.600 milljonir !!!
Husaleiga, laun, ferdalog etc…..65 millur a hvern starfsmann !
Svona er haegt at soga til sin peninga lika….tvi ekki eru almennir starfsmenn tarna at taka til sin.
Stjornarformadurinn er Jon Asgeir…og svo gestir hans i steggjapartyinu i London….Magnus Armann og Torsteinn Jonsson…..og svo audvitat Hannes Smara.
tetta eru snillingar…en sem almenningshlutafelag hlytur tetta at vera heimsmet.
again – 41 stodugildi. Rekstrarkostnadur – 2.600.000.000 ISK !!!“