Ef ég get hugsað mér einhverjar aðstæður sem eru niðurlægjandi þá er það að húka í karlahorninu í Hagkaup framan við enska boltann meðan konan gerir innkaupin.
Svo kemur annar karl inn í krókinn.
„Blessaður.“
Og svo húkum við þarna saman í vandræðalegri þögn.
Talandi um staðalímyndir.