fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Ertu landi?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. nóvember 2007 22:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Bessason var í viðtali í Kiljunni vegna bókar sem nefnist Dagstund í Fort Garry. Segir frá lífi íslenskra landnema í vesturheimi og samskiptum þeirra við nágranna sína, til dæmis Úkraínumenn og indjána.

Þarna segir af Úkraínumönnum sem gátu farið með kveðskap á íslensku og indjánum sem kunnu ekki annað tungumál en sitt eigið – og svo eitthvað í tungu þessarar fjarlægu eyjar. Við töluðum líka um Guttorm Guttormsson skáld sem lék sér við indíánabörn þegar hann var drengur og lærði af þeim mál Cree-ættbálksins.

Þegar ég hlustaði á viðtalið aftur í kvöld rifjaðist upp fyrir mér saga sem mér var einhvern tíma sögð.

Íslendingur er villtur einhvers staðar á sléttum Kanada um hávetur. Allt er á kafi í snjó, það er fimbulkuldi, svo kemur myrkur. Íslendingurinn telur að þarna muni hann bera beinin.

Þá sér hann mann standa hálfan bak við tré. Náttúrubarn. Indíána.

Maðurinn ávarpar indíánann á ensku. Indjáninn svarar ekki, skilur líklega ekki – segir svo:

„Ertu landi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi