fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Heimurinn sem fátækrahverfi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. nóvember 2007 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

7.jpg

Á sama tíma og berast fréttir af því að við búum í besta landi í heimi þá er ég að lesa einhverja hrikalegustu bók sem ég hef augum litið. Ég var eitthvað að pirra mig út af fréttaflutningi af sjálfum mér í fjölmiðlunum, ætlaði að vera með einhvern kverúlans við ritstjóra 24stunda, en svo þegar hann hringdi í mig gat ég eiginlega ekki talað við hann af því ég var sokkinn ofan í bókina.

Fannst eiginlega hallærislegt að vera að eyða tíma í svona mitt í frásögnum af svo hrikalegri eymd og hörmungum.

Bókin – Planet of Slums nefnist hún – fjallar um geysilegan vöxt sem hefur hlaupið í borgir sunnar á jörðinni meðfram því að fólk flytur unnvörpum úr sveitum. Afleiðingin er sú að það hefur verið að myndast fjöldi borga sem hafa allt upp í tuttugu milljón í búa (gæti fjölgað í 30 milljónir) og gríðarlega stór fátækrahverfi.

Lagos, Mumbai, Mexíkóborg, Karachi, Shanghai, Sao Paolo, Kairó – upptalningin getur verið ansi löng.

Í þessum fátækraborgum lifir fólk við ömurlegan kost. Algengasta dánarorsökin er í raun óhreinindi. Óhreint vatn. Óhreinn matur. Atvinnu er enga að hafa; við erum að horfa á milljarða fólks sem hefur í raun ekkert að gera nema að reyna lifa hvern dag af. Það er telst varla með í hagkerfinu. Höfundurinn, Mike Davis, notar hugtakið surplus humanity – það er heldur nöturlegt.

Maður er hálf hjálparvana gagnvart þessu. Kannski er þetta stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir? Er nóg að hringja bara í ABC-hjálparstarf? Sjálfur hef ég bara einu sinni á ævinni séð svona slömm. Það var í Kairó. Máski þyrfti maður að fara oftar?

Svona upp á sjóndeildarhringinn að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi