Við höfum ríkisstjórn sem hefur stærsta þingmeirihluta í sögunni. Um þingsali vafra alþingismenn úr stjórnarliðinu sem hafa lítið fyrir stafni. Álagið er meira á hina fáliðuðu stjórnarandstöðu. Margir þingmenn eru reyndar nokkuð uppteknir í alþjóðasamstarfi – sumu afar þarflitlu.
Að fara að kosta til her aðstoðarmanna fyrir þingmenn er tóm vitleysa. Hins vegar mætti auka sérfræðiaðstoð í þinginu, sérstaklega fyrir stjórnarandstöðuna.
Ég trúi ekki að óreyndu að þetta verði samþykkt.
Ágætt er komment Guðmundar Svanssonar: Þetta er atvinnubótavinna fyrir ungpólitíkusa.