fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Niflungar

Egill Helgason
Sunnudaginn 25. nóvember 2007 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

51qhefwzhnl_ss500_.jpg

Á frönsku sjónvarpsstöðinni Arte eru þeir að sýna kvikmynd sem ég var löngu búinn að gleyma. Þetta er þýsk mynd um Niflunga og Sigurð Fáfnisbana, gerð árið 1966. Talsverðir hlutar myndarinnar eru teknir á Íslandi; þetta var kannski fyrsta skiptið sem mátti sjá Jökulsárlón, Gullfoss, Geysi, Dyrhólaey, miðnætursólina og sandana svörtu sem baksvið leikinnar kvikmyndar.

Myndin var á sínum tíma sýnd í Laugarásbíói. Ég man að mig langaði mikið að fara, en hafði ekki aldur til. Í staðinn fékk ég lánaða á bókasafninu bók sem var gefin út með myndum úr kvikmyndinni. Myndirnar eru ógleymanlegar, greyptar í vitundina, sérstaklega Sigurður þar sem hann baðar sig í blóði drekans og illmennið Högni þegar hann sekkur gullinu í Rín.

Um svipað leyti var reyndar myndin Rauða skikkjan gerð hér á landi. Það var víkingasaga, gerð í samvinnu Norðurlandaþjóða, Íslendinga og Rússa að mig minnir. Þá mynd fékk ég ekki heldur að sjá, enda voru í henni nektarsenur. Myndin gekk ekki vel, en leikstjórinn, Gabriel Axel, fékk seinna uppreisn æru þegar hann gerði myndina Babettes Gæstebud eftir sögu Karen Blixen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi