fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Vopnavald

Egill Helgason
Sunnudaginn 25. nóvember 2007 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Var hægt að ráða niðurlögum nasismans án vopna? Eða kalda stríðið – var hægt að halda böli kommúnismans í skefjum með engum vopnum? Svo er það Balkanstríðið síðasta – var nokkur leið að stilla þar til friðar án vopna?

Voru Bandaríkjamenn ekki í rétti að ráðast á Afganistan, ríki sem veitti skjól hryðjuverkasamtökum sem höfðu skipulagt árásir á stærstu borg Bandaríkjanna – árásir sem höfðu það markmið að drepa eins margt fólk og mögulegt var?

Og hefði önnur leið dugað til að stöðva blóðbaðið í Rúanda en vopnuð íhlutun?

Það er flókið mál hvenær getur talist nauðsyn og jafnvel siðferðislega rétt að beita vopnum. Það má færa sannfærandi rök fyrir því að alþjóðasamfélagið hefði fyrir löngu átt að vera búið að setja hinn blóðþyrsta fjöldamorðingja Saddam Hussein af – löngu áður en ráðist var inn í Írak.

Nú les ég eftirfarandi orð í ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga:

„Samtök hernaðarandstæðinga hvetja til þess að íslensk stjórnvöld leggist allsstaðar og ævinlega gegn beitingu vopnavalds við lausn á deilumálum.“

Er alveg víst að þau meini þetta?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi