Kári hefur mikið talað um það undanfarið að hann og vinir hans séu að grafa í jörðina.
Ég hef ekki alveg skilið hvað hann á við, helst hefur mér heyrst að hugmyndin sé sú að grafa í gegnum jörðina og koma út hinum megin.
En nú er mér farið að skiljast að hugmyndin sé einfaldlega að grafa göng út úr garði leikskólans, koma upp handan girðingar og strjúka svo.
Efnilegir fimm ára piltar.