Ákvörðun um að byggja svokallað hátæknisjúkrahús var með þeim einkennilega hætti að hún tók sig sjálf. Allt í einu var búið að skipa nefnd með Alfreð Þorsteinsson í forsvari án þess að nokkur umræða hefði farið fram um þetta tröllaukna mál. Alþingi eða stjórnmálamenn yfirleitt voru hvergi með í ráðum. Heilbrigðismálin er reyndar svo viðkvæm og flókin að þeir forðast þau eins og pestina.
Heilbrigðisráðherrann ungi virðist hafa áttað sig á að svona gengur þetta ekki. Það er betra seint en aldrei. Það er ábyggilega þörf á að byggja meira sjúkrarými en spurning hvort risastórt sjúkrahús á þessum stað er lausnin. Hvað til dæmis með Fossvog eða Vífilstaði?
En ef sjúkrahúsið stóra rís ekki á sunnanverðu Skólavörðuholti verður enn meira áberandi hversu yfirgengilega vitlaus lagning nýju Hringbrautarinnar var. Ein réttlætingin fyrir henni var að þetta væri óhjákvæmilegt vegna spítalans. Sem nú verður kannski ekki byggður.