Undireins og alvöru niðursveifla verður í efnahagslífinu breytast viðmiðin. Þjóðin er orðin vön ákveðnum lífskjörum og hana langar ekki að breyta. Fólk er líka skuldsett og má við litlum áföllum. Þess gæti verið skammt að bíða að tóninn í umæðu um atvinnumál breytist. Íslendingar hafa að miklu leyti flotið á þeim mikla vexti sem færðist í efnahagslífið við einkavæðing bankanna. Nú er sú vél farin að hiksta alvarlega.
Þá fara menn kannski að horfa öðrum augum á þau verðmæti sem liggja í nýtingu orkulindanna. Eins og stendur virðast virkjanir ævinlega verða tilefni til deilna, hvort sem á í hlut vatn eða jarðhiti.
Þetta kann að breytast furðu fljótt ef harðnar á dalnum. Skuldug þjóð hlýtur að þurfa að auka tekjur sínar. Nema hún vilji breyta lífsháttum sínum.