Meðal gesta í Kiljunni í kvöld verða Vigdís Grímsdóttir, Þráinn Bertelsson og Óttar M. Norðfjörð. Vigdís hefur sent frá sér bókina um Bíbí Ólafsdóttur, Þráinn skrifar glæpasöguna Engla dauðans en Óttar er höfundur bókarinnar Hnífur Abrahams.
Í þættinum koma ennfremur fram skáldið Jóhamar og Þorsteinn Einarsson sem hefur ritað bók um frægt morð á Laugalæk árið 1968.
Þá má ekki gleyma Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra sem velur uppáhaldsbók sína og svo Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Páli Baldvini Baldvinssyni sem fjalla um nýútkomnar bækur.
Að ógleymdum hinum eina sanna Braga.