Mér finnst hann dálítið spaugilegur kaupsýslumaðurinn sem segist afla peninga erlendis til að niðurgreiða matvöru ofan í Íslendinga.
Þetta er sannur velgjörðarmaður þjóðarinnar. Hann svo að segja býður okkur í mat – á sinn kostnað.
Umræddur maður rekur verslunakeðju sem heitir Krónan. Þar eru sum matvæli á viðráðanlegu verði.
En hann rekur líka keðju verslana sem heitir Nóatún. Af öllum matvörubúðum sem ég hef komið í á Íslandi er okrið sennilega gegndarlausast þar.
En þar er væntanlega tap á rekstrinum líka – sem mætti kannski minnka með því einfaldlega að loka sjoppunni.