Eins og ég hef áður skrifað er jafnlíklegt að ég fari í bíó og að ég skreppi til Peking. Öðruvísi mér áður brá.
En áðan stakk ég upp á því við konuna mína að við skryppum í kvikmyndahús.
Það kom fát á hana. Hún sagðist ekki vera andlega undirbúin.
Svo spurði hún hvaða mynd ég vildi sjá.
Ég stakk upp á Veðramótum, myndinni sem var tilnefnd til margra Edduverðlauna en fékk hérumbil engin.
„Nú, er það hún sem fjallar um eineltið á Veðurstofunni?“ spurði hún.
Það kemur í ljós á næsta kortéri hvort við förum.