Svona var Tjörnin falleg í ljósaskiptunum í dag. Ísinn var reyndar ekki mann- né barnheldur. Kári steig út á hann og varð blautur í fæturna. Í bókunum um Gvend Jóns sem við höfum verið að lesa eru börn í jakahlaupi á Tjörninni. Þá voru íshús við Tjörnina. Í bókinni detta strákarnir auðvitað út í, en þeir drukkna ekki heldur sökkva fæturnir bara í leðjuna á botninum. Þeir koma drullugir heim.
Ég get sagt eins og gamla fólkið. Í æsku stundaði ég skautahlaup á Tjörninni. Þarf samt að leiðrétta eitt. Ég var ekki skotinn í systrunum sem ég stal húfunni af en það virðast þær álíta enn þann dag í dag. Mér fannst þær bara fáránlegar.