fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Þjóðargersemin Björgvin

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. nóvember 2007 01:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

image.png

Ég var lítill strákur í Laugardalshöll þegar Björgvin Halldórsson var kosinn poppstjarna ársins 1969. Þá fór Bjöggaæðið á flug á Íslandi. Það birtust fréttir í blöðunum af ungu fólki sem átti að hafa brotið í sér part af framtönn til að líkjast goðinu.

Ég viðurkenni að á þessari miklu poppmessu hélt ég með Trúbroti sem þá var nýstofnuð hljómsveit. En fólkinu þótti þau of stór upp á sig í Trúbroti.

Ég man líka eftir Óðmönnum og Jóhanni G. sem spiluðu Creamlög.

Hjálp – það eru næstum fjörutíu ár síðan! Ég hafði brennandi áhuga á tónlist og átti skilningsríka foreldra sem leyfðu mér að fara.

Var mjög progressive á þessum árum þótt ég væri bara níu ára. Ævintýri, hjómsveitin hans Björgvins, var talin bubblegum.

En svo hefur Björgvin bara haldið áfram. Hann er orðinn þjóðargersemi. Ætti skilið að fá verðlaunin sem eru kennd við Jónas þó ekki væri nema vegna þess hvað textaframburður hans er góður – hvað hann fer fallega með íslenskuna í söng sínum.

Mitt uppáhald er Vetrarsólin, eitthvert frábærasta dægurlag sem hefur verið samið á Íslandi og þótt víðar sé leitað. Lagið er eftir annan höfuðsnilling, Gunnar Þórðarson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi