Framsókn lofaði 90 prósenta húsnæðislánum fyrir kosningarnar 2003. Kjósendur gleyptu við þessu, sérstaklega hinir ungu. Það var margsinnis varað við að þetta myndi valda sprengingu á húsnæðismarkaðnum.
Svo komu bankarnir í kjölfarið með sín húsnæðislán. Það var nánast fyrirséð.
Afleiðingin er sú að nú er húsnæðisverð orðið svo hátt að hjón þurfa að vera með samanlagt 680 þúsund í laun til að standast greiðslumat fyrir þriggja herbergja íbúð.
Allur þessi leiðangur hefur semsagt endað í skelfingu. Og það tjóir ekki fyrir Framsóknarflokkinn að neita ábyrgð sinni.