fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Réttur tími fyrir þjóðskáld

Egill Helgason
Föstudaginn 16. nóvember 2007 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

gbhgjfj2.jpg

Á aðaltorginu í Ljubljana stendur styttan af Jónasi Slóveníu. Hann hét France Preseren og er eiginlega upp á hár samtímamaður Jónasar Hallgrímssonar, fæddur 1800, dáinn 1849 – rómantískt skáld og þjóðfrelsishetja. Og eins og Jónas átti hann óhamingjusama ævi, drakk sig líklega í hel, dó snauður, með skorpulifur.

Óttar Guðmundsson hefur ritað um stærðina á lifur Jónasar þegar hann dó, fjórum árum á undan Preseren. Það er merkilegt að sjá hvað Jónas var búinn að fara skelfing illa með sig.

Fjölmargar þjóðir eiga skáld af þessu tagi; óhamingjusama rómantíkera sem öðlast þjóðhetjustatus. Þetta er erkitýpa. Í Rússlandi er það Púsjkín, í Ungverjalandi Petöfi, í Póllandi Mickiewicz og í Englandi auðvitað Byron lávarður. Það er ábyggilega hægt að nefna fleiri; fyrri hluti 19, aldar var tími ólánsamra þjóðskálda.

Á rómantíska tímanum öðlast listamenn status sem þeir höfðu ekki áður. Þeir hætta að verða þjónar; verða jafnvel æðri nokkrum kóngi. Fræg er saga af Goethe og Beethoven sem eru að ganga í garði hjá einhverjum þýskum kóngi. Líklega er hún ekki sönn, en inntak hennar er það.

Þeir félagarnir ganga fram á kónginn. Goethe sem er eldri maður víkur úr vegi og hneigir sig. Beethoven gengur hnarreistur beint af augum – veit eins og er að það er hann sem er raunverulega konungborinn.

Jónas Hallgrímsson er ekki bara gott skáld. Hann er uppi á hárréttum tíma til að verða þjóðskáld. Hann tileinkar sér hinn rómantíska anda sem er grundvöllur þjóðernisstefnunnar.

Þetta skilur ekki fólk sem ég hef á bloggsíðum séð tala um að Sigurður Breiðfjörð eða Bólu-Hjálmar séu í rauninn verðugri þjóðskáld. Þeir eru kannski þjóðlegri skáld, en engin þjóð gerir kotkarl að þjóðskáldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar