Nú veit ég ekki hvernig þessi vísitala íbúðarverðs er reiknuð út en sjálfur hef ég verið á húsnæðismarkaðnum nú í haust, bæði í hlutverki kaupanda og seljanda, og fundist að verðið sé ekki eins hátt og það sem birtist í fasteignaauglýsingum.
Kannski hef ég misskilið þetta allt, en mér hefur sýnst verðið fara lækkandi en ekki hækkandi.
Vísitalan mælir hins vegar annað.