Hann er kannski vel skrifandi þessi náungi, en hann er rotþró íslenskra bloggheima.
Það þarf ansi mikið til að láta henda sér út af Barnalandi.
Og byrja svo að ljúga upp á fólk út í bæ að það sé höfundar bloggsins – kannski finnst viðkomandi það skemmtilegur hlutverkaleikur en ég sé samt ekki fyndnina.
Annars á maður að vera duglegri að setja bara á ignore þegar nafnleysingjar eru annars vegar. Yfirleitt sýnist manni að þeir sem vega úr launsátri netinu gangi ekki heilir til skógar.