Fyrir löngu var ég á fundi hjá stjórnmálamanni sem afsakaði eitt af verkum sínum með því að hann væri að vinna fyrir fólk sem vissi ekki hvað það ætti af sér að gera.
Þetta var Davíð Oddsson. Verkið var Perlan sem þá var áformað að byggja. Davíð var borgarstjóri. Hann sagði að það væri svo margt fólk sem vissi ekki hvað það ætti af sér að gera – það gæti farið í Perluna.
Um daginn hélt Davíð langt erindi á reglulegum vaxtahækkunardegi Seðlabankans. Þar gagnrýndi hann meðal annars fólk sem hangir í biðröðum fyrir utan leikfangaverslanir.
Mér finnst líklegt að þetta sé sama fyrirbæri – fólk sem veit ekki hvað það á af sér að gera.