fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Engin kvennabarátta án stéttabaráttu

Egill Helgason
Laugardaginn 10. nóvember 2007 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

04kvin.jpg

Ég hef stundum verið að setja fram efasemdir um að kynjafræði sé raunveruleg fræði- eða vísindagrein. Kynjarannsóknir sem partur af félagsvísindum eiga ábyggilega rétt á sér, en kynjafræðin eins og hún er stunduð er vafasamari.

Það má færa rök fyrir því að kynjafræðin sem fræðigrein sé í raun útfærsla á ákveðinni skoðun eða hugmyndafræði – svona eins og marxisminn í eina tíð þegar reynt var að halda því fram að hann væri vísindi. Niðurstaðan sýnist manni að sé einatt fyrirfram gefin, sjónarhornið yfirleitt hið sama.

Annað einkenni þessara fræða er að þau virðast öll vera á vinstri helmingi tilverunnar. Ingen kvindekamp uden klassekamp (engin kvennabarátta án stéttabaráttu) var danskt slagorð sem var flutt hingað inn á tíma Rauðsokkahreyfingarinnar.

Árið er sirka 1972. Þá flæmdust borgaralega þenkjandi konur unnvörpum úr jafnréttisbaráttunni, hafa varla átt þangað afturkvæmt síðan – eftir sátu herskáar vinstri konur sem lögðu undir sig baráttuna og síðar fræðin. Drude Dahlerup sem kom hingað sem aðalgestur á ráðstefnu um kynjafræði um helgina var einmitt ein af foringjum í Rauðsokkahreyfingunni dönsku á þessum tíma.*

Að sumu leyti er maður farinn að sakna félagsskapar í Sjálfstæðisflokknum sem kallaði sig Sjálfstæðar konur. Það eru nefnilega til mismunandi leiðir til að vinna að jafnrétti kynjanna. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur til dæmis unnið mikið starf í jafnréttismálum. Lög um fæðingarorlof sem eru talin stórt skref í jafnréttisátt voru samin og samþykkt af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Allt má þetta heita femínismi – þó hætt sé við að það hugtak hafi fráhrindandi áhrif á margt fólk þó ekki væri nema vegna þess hvað maður hefur vonda reynslu af ismum. En það er betra að kórinn syngi með mörgum röddum. Ég sá að á nefndri ráðstefnu átti Hannes Hómsteinn Gissurarson að flytja ræðu í lokin um stöðu kvenna – átti hann að setja einhvern heppilegan lokapunkt?

Eða var hann þarna fremur í hlutverki sirkusdýrs?

— — —

*Ég les í Fréttablaðinu í morgun að eftirfarandi orðaskipti hafi átt sér stað á ráðstefnunni í gær:

„Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands, sat í pallborði með Dahlrup og hún benti á að það hefði lítil áhrif á jafnréttisbaráttuna ef konurnar sem veljast í embætti vinna ekki markvisst að málstað kvenna. Þá myndu kynjakvótar helst gagnast sjálfstæðiskonum, en þær væru ekki þekktar fyrir að vinna að hagsmunum kvenna. Dahlerup er sammála því að femínískar áherslur séu mikilvægar.

„Ég tel að framgangur femínisma sé mikilvægur en ég tel líka í lagi að skilja þessi markmið í sundur. Karlar ættu til dæmis að hjálpa til við að ná femínískum markmiðum.

Mitt markmið er fyrst og fremst að fjölga konum, líka íhaldssömum konum, því ég tel að þær eigi rétt á því að segja það sem þær vilja segja, jafnvel þótt það hagnist ekki öðrum konum. Ef þær komast ekki að, þá höfum við bara íhaldssama karla, og hvort ætli sé betra? Ég hef trú á því að konur breyti umræðunni og breyti viðhorfum karlanna sem þær starfa með.“

plakat_19.jpg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins