Sigurður Pálsson skáld er meðal gesta í Kiljunni í þessari viku. Hann segir frá nýju verki sínu sem nefnist Minnisbók, þetta er bók um Sigurð sjálfan, París, 68 kynslóðina og skáldskapinn. Jón Kalman Stefánsson segir frá nýrri skáldsögu sinni sem heitir Himnaríki og helvíti.
Í þættinum verður einnig fjallað um hinn merka og afkastamikla þýðanda Helga Hálfdanarson, nýtt sagnasafn Böðvars Guðmundssonar, ung skáldkona, Kristín Svava Tómasdóttir flytur afbragðs skemmtilegt kvæði, en Kolbrún og Páll eru á sínum stað, sem og Bragi Kristjónsson.