fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Sömu vörur, sömu eigendur, misjafnt verð

Egill Helgason
Laugardaginn 3. nóvember 2007 00:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónus, Hagkaup og 10/11 eru í eigu sömu manna.

Ég held það séu mestanpart sömu vörutegundir sem fást í þessum búðum, keyptar í gegnum sama fyrirtæki sem mun heita Aðföng – og er í eigu sömu manna.

Matvaran er best í Hagkaupum – oft er hún býsna léleg í bæði 10/11 og Bónus. Þá meina ég grænmetið og ávextina.

Ódýrast er að versla í Bónus, dýrast í 10/11.

Varla er það vegna þess að vöruúrvalið er svo gott í 10/11 eða þjónustan svo góð.

Í 10/11 fæst hérumbil ekki neitt nema snakk og örbylgjumatur – jú, pínulítið af ónýtum ávöxtum – en þjónustan samanstendur af einum til tveimur unglingum á hverja búð.

Af umræðu undanfarinna daga skilst mér að í kerfinu hjá Baugi/Högum sé gert ráð fyrir ákveðnum – föstum – verðmun milli þessara búða.

Ég hef tekið eftir því að lítersplastflösku af Sól ávaxtasafa er hægt að fá fyrir að mig minnir 265 krónur í Bónus.

Þegar ég gáði síðast í 10/11 kostaði nákvæmlega eins flaska 414 krónur.

Ég er afar lélegur í reikningi, mér sýnist munurinn vera 56 prósent.

Er þetta hinn fasti verðmunur? Stafar hann af mismunandi dýrum rekstri eða er þetta einungis huglægt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni