fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Um verðkannanir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. október 2007 23:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðunni hefur borist eftirfarandi bréf, sendandinn vill ekki láta nafn sitt koma fram, en tekið skal fram að bréfið er ekki nafnlaust:

„Sæll Egill,

Ég sé að það er verið að tala um matvælaverð á Eyjunni.

Þetta er nú svosem engar fréttir. Ég vann á skrifstofu hjá einu af þessum fyrirtækjum (í eigu Baugs) fyrir nokkrum árum. Þá gerðum við verðkannanir á hverjum degi í öðrum verslunum og ef einhver verslun var með “óeðlilega” lágt verð þá hafði ég einfaldlega samband við birgjann, og sagði honum að leiðrétta verðið á markaðnum. Birginn sendi þá um leið tölvupóst á allar keðjunar og sagði hverjum og einum í hvaða verð hann átti að fara. Þetta gátum við gert í skjóli Bónus, 10-11, Hagkaupa og Nýkaupa (þegar það var og hét).

Einnig get ég staðfest þetta með hækkanir á verðum fyrir helgar og ég tala nú ekki um fyrir Þorláksmessu eða aðra stóra daga. Þá hækkar verð svo um munar (það gerir enginn verðkönnun á Þorláksmessu). Og viðskiptvinir kvörtuðu ekki heldur, þeir taka ekkert eftir þessu í hamaganginum og af því vissum við.

Þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það er fullt af öðrum aðferðum sem við notuðum til að halda verðinu uppi. Þú myndir ekki trúa því hvað er mikið lagt á sig til að halda verðinu uppi, og eru nú margar kenningar í gangi en ég hef ekki heyrt neina eins róttæka eins og raunveruleikinn er.

Það þarf einhver að vekja máls á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk