fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Ruslaralýður fundar á Íslandi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. október 2007 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það er einhver hópur fólks sem er fullkomlega fyrirlitlegur þá eru það vopnasalar og vopnaframleiðendur.

Ég get ekki hugsað mér ömurlegri iðju en að selja tæki og tól sem eru notuð til að drepa.

Af tvennu illu eru eiturlyfjasalar skárri en vopnakaupmenn. Fólk hefur þó val um hvort það notar fíkniefni en það getur yfirleitt ekki valið hvort það vill láta skjóta sig eða ekki.

Klámráðstefnufólk er hreinræktaðir dýrlingar miðað við þá sem framleiða og selja vopn.

Það er full ástæða til að mótmæla kröftuglega ráðstefnu vopnasalan sem nú er haldin í Reykjavík. Svona menn eiga ekki að fá frið á landi voru.

Það er sorgleg staðreynd að iðja þessara manna eru mjög vaxandi atvinnuvegur. Sérstaklega eftir 11. september 2001. Til dæmis hefur verið geysilegur uppgangur í ísraelsku efnahagslífi síðustu árin. Skýringin er nær einungis aukin framleiðsla á vopnum og öryggisbúnaði. Margt af því hafa Ísraelar getað prófað á Palestínumönnum.

Það er sagt að meðan heimurinn sé vondur staður og eftirspurn eftir vopnum sé líka þörf fyrir vopnaframleiðendur. Menn eiga samt frjálst val um hvort þeir stunda þessa ömurlegu – og ábatasömu – iðju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk