fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Jón Viðar fer hamförum

Egill Helgason
Mánudaginn 29. október 2007 07:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

forstm.jpg

Það er ár og dagur síðan maður hefur lesið jafn svakalegan leikdóm og Jón Viðar Jónsson skrifar í DV í dag. Ekki aðeins gefur hann tveimur sýningum í Borgarleikhúsinu falleinkun – núll stjörnur – heldur fagnar hann því líka að leikhússtjóraferill Guðjóns Petersen skuli brátt vera á enda.

Svo lýsir hann ábyrgðinni á hendur tveimur stjórnarmönnum í Leikfélagi Reykjavíkur, Ingu Jónu Þórðardóttur og Styrmi Gunnarssyni, spyr hví Styrmir spanderi ekki „svosem einum Staksteinum, jafnvel heilu stykki leiðara, á niðurlægingu Borgarleikhúsins“?

Fleira er tínt til, brottrekstur Þorsteins Gunnarssonar leikara, stofnun leikritasjóðs undir forsæti Vigdísar, fleiri sýningar sem eiga að vera misheppnaðar; Jón Viðar hnýtir í allt sem L.R. hefur gert í langan tíma og klykkir út með því að segja:

„Snobbliðið mætir til að klappa, en almenningur finnur nályktina, sem leggur langar leiðir og flýr á braut.“

Má ekki ætla að þetta verði nokkuð umtalað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna