fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Illmenni í bókmenntum

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. október 2007 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

130-126big-brother-is-watching-you-posters.jpg

Gestir á vef AbeBooks hafa valið ógnarlegustu persónur heimsbókmenntanna. Efstur trónir Stóri bróðir úr 1984 eftir George Orwell, Hannibal Lecter er í öðru sæti, en af öðrum skelfilegum persónum má nefna Drakúla greifa, Ratched hjúkrunarkonu úr Gaukshreiðrinu, Patrick Bateman úr American Psycho, Bill Sykes úr Óliver Twist og Voldemort úr bókunum um Harry Potter.

Hverjar myndum við velja sem ógnarlegustu persónur íslenskra bókmennta?

Ætli Elliði úr Mýrinni myndi ekki fá ansi mörg atriði eftir vinsældir bæði bókar og kvikmyndar þar sem hann er illmennið? Í þjóðsögunum er að finna Djáknann á Myrká og Axlar-Björn, okkar eigin raðmorðingi, er hálf þjóðsöguleg persóna. Í fornsögunum finnst manni Glámur helst koma til greina – hann er auðvitað draugur, frá Svíþjóð í ofanálag – Ketill í Borgarættinni er ægilega vondur framan af, Steinþór í Sölku Völku er ömurlegur náungi, en einhvern veginn er ekki að finna hreinræktuð illmenni í sögum Halldórs Laxness.

Ég er sjálfsagt að gleyma mörgum. Tillögur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk